Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 13:15 Kristján Berg segir: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ vísir/vilhelm Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“ Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“
Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira