Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:35 Bíllinn valt niður hlíðina og lenti í fjöruborðinu Haukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00