Danir lögðu Svía og Haaland skoraði þrjú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:05 Christian Eriksen skoraði sigurmark Dana í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Svíþjóð 2-1 í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þá vann Noregur 3-0 sigur á Kósovó. Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira