Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:45 Rut í rauðum búning Hauka. Haukar Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð. Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira