Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:37 Málið varðar gervigrasvöll og hvort hann eigi að vera hafður í Sandgerði eða Garði, tveimur helstu þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins. Suðurnesjabær Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er. Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er.
Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira