Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:37 Málið varðar gervigrasvöll og hvort hann eigi að vera hafður í Sandgerði eða Garði, tveimur helstu þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins. Suðurnesjabær Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er. Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er.
Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira