Ótrúlegt gengi Scott í hættu og eina sem hann getur gert er að bíða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 11:30 Adam Scott getur ekki annað gert en beðið þangað til Memorial-mótinu er lokið. EPA-EFE/ALI HAIDER Adam Scott er ef til vill ekki nafn sem íþróttaunnendur almennt kannast við en fólk sem fylgist vel með golfi hefur eflaust heyrt nafnið enda hefur kylfingurinn ekki misst af risamóti síðan árið 2001. Hann hefur tekið þátt á 91 móti í röð en ótrúlegt gengi hans er nú í hættu. Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið. Golf Opna bandaríska Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira