Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 10:59 Meirihlutasamstarfið tórir enn að því er lesa má úr máli Einars Jóns Pálssonar oddvita. Vísir/Samsett Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira