Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2024 20:40 Sláttur á Þorvaldseyri í dag. Páll Ólafsson á traktornum. Einar Árnason Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32