„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2024 13:00 Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur rýnir í yfirstandandi kosningar til Evrópuþings. Vísir/Samsett Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir innflytjendamálin, stækkun umfangs Evrópusambandsins og öryggis- og varnarmálin efst á baugi evrópskra kjósenda að þessu sinni. Hún segir jafnframt að stór mál sem varða okkur Íslendinga séu undir. Evrópuþingið og ráðherraráðið eru þær tvær stofnanir sem semja um frumvörp svo þau taki gildi fyrir öll aðildarríki. Frumvörpin eru lögð fram af framkvæmdastjórninni. Evrópusambandið er með stærri stjórnsýslubatteríum heims og því ekki að furða að margir Íslendingar séu ekki alveg með á nótunum varðandi það sem fer þar fram og hvernig það hefur áhrif á Íslendinga. Margir evrópskir ríkisborgarar eru ekki klárir á því sjálfir. En Evrópuþingið er gríðarlega mikilvægt og mótar stefnur og markmið Evrópusambandsins til fleiri ára. Það gegnir viðamiklu eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu, sem er framkvæmdastjórnin, og tryggir að beinkjörnir fulltrúar íbúa aðildarríkja geti haft áhrif á mótun, aðlögun, samþykki eða þá höfnun á frumvörpum í samvinnu við ráðherraráðið. Hægrisveifla í aðsigi Útgönguspár og skoðanakannanir benda til þess að jaðarhægri flokkar eigi eftir að sækja verulega í sig veðrið og talað er um afdráttarmikil hægrisveifla sé í vændum þegar niðurstöður kosninganna liggja ljósar fyrir í kvöld. Vilborg Ása segir töluverðar líkur á því en að ólíklegt sé að þeim takist að koma sér saman um meirihlutasamstarf. „Það virðast vera töluverðar líkur á því. Í það minnsta að þessir svokölluðu öfgahægri flokkar muni sækja í sig veðrið og fái aukinn styrk í Evrópuþinginu. Nýjustu kannanir sýna nú að að líkindum muni þessir flokkar ekki fá meirihluta. Að það verði hófsamari flokkar enn þá með meirihluta í þinginu en að áhrifin verði aukin frá þessum væng stjórnmálanna,“ segir hún. Erfitt fyrir jaðarflokkanna að ná saman Útgönguspár í Hollandi og annars staðar þar sem kosningum er lokið benda til þess að hófsamari hægrimenn í þinghópi Ursulu von der Leyen, kristilegra demókrata, haldi stærstum hluta þingsætanna. Rætist spár um stóra hægrisveiflu í kvöld getur komið til þess að hún þurfi að vinna þéttar með jaðarhægri þinghópum til að tryggja sér forsetaembættið. Marine Le Pen er leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.AP/Aurelien Morissard Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur barist fyrir því að sameina jaðarhægrið á þinginu en það hefur gengið brösulega. Tillögur hennar um myndun svokallaðs „ofurþinghóps“ jaðarhægrimanna hafa ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Ólík sjónarmið hvað varðar stuðning við Úkraínu og umfang evrópskrar stjórnsýslu standa í vegi fyrir slíku bandalagi. „Ég held að það sé almennt talið að það verði mjög erfitt fyrir þessa flokka að ná saman. Það þyrfti ekki bara þessa stærstu flokka á þessum væng heldur líka minni flokka til þess að ná meirihluta og það er talið mjög ólíklegt,“ segir Vilborg. Tvísýnt um endurkjör von der Leyen Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019 en tvísýnt er um að hún nái endurkjöri. Hún er leiðtogi þinghóps kristilegra demókrata, hófsamra hægrimanna, sem er stærsti þinghópur Evrópuþingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer með framkvæmdavald sambandsins og felast störf hennar aðallega í því að semja frumvörp og setja nýja löggjöf. Í henni sitja 27 fulltrúar ásamt forsetanum, einn frá hverju aðildarríki sambandsins. Ursula von der Leyen tók við forsæti framkvæmdastjórnar fyrst kvenna árið 2019.AP/Sven Hoppe „Hún þarf að vera útnefnd af leiðtogaráðinu og það eru nú taldar ágætar líkur á að það verði en svo þarf hún meirihluta á Evrópuþinginu á bakvið sig. Það er álitið að það verði mjög erfitt fyrir hana að ná því. Ekki ómögulegt en síðast þegar hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnarinnar árið 2019 þá gerði hún það með níu atkvæðum og það er talið að það jafnvel gæti orðið mjórra á mununum núna,“ segir Vilborg. „Hinir flokkahóparnir eru með aðra frambjóðendur í embættið en það hefur enginn vakið sérstaklega athygli sem hennar andstæðingur, einhver sem myndi raunverulega velta henni úr sessi,“ bætir hún við. Kosningarnar varði Íslendinga Vilborg segir það skipta máli fyrir okkur Íslendinga hver sitji í Evrópuþinginu. Þrátt fyrir að þingið sé ekki valdamesta stofnun sambandsins afgreiði þau stór mál sem varða Íslendinga svo sem efnahags- og umhverfismál sem og varnarmál. „Við erum auðvitað hluti af evrópskum vinnumarkaði í gegnum EES-samninginn, sömuleiðis umhverfismálin, við erum þar nátengd og erum hluti af umhverfis- og loftslagsáætlunum ESB. Allt sem gerist í Brussel mun snerta okkur á einhvern hátt,“ segir Vilborg. „Þannig að það skiptir máli hverjir sitja á Evrópuþinginu.“ Fyrstu tölur birtast síðdegis í dag og í kvöld ættu línur að fara að skýrast varðandi valdahlutföll á Evrópuþinginu næstu fimm árin. Evrópusambandið Tengdar fréttir Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir innflytjendamálin, stækkun umfangs Evrópusambandsins og öryggis- og varnarmálin efst á baugi evrópskra kjósenda að þessu sinni. Hún segir jafnframt að stór mál sem varða okkur Íslendinga séu undir. Evrópuþingið og ráðherraráðið eru þær tvær stofnanir sem semja um frumvörp svo þau taki gildi fyrir öll aðildarríki. Frumvörpin eru lögð fram af framkvæmdastjórninni. Evrópusambandið er með stærri stjórnsýslubatteríum heims og því ekki að furða að margir Íslendingar séu ekki alveg með á nótunum varðandi það sem fer þar fram og hvernig það hefur áhrif á Íslendinga. Margir evrópskir ríkisborgarar eru ekki klárir á því sjálfir. En Evrópuþingið er gríðarlega mikilvægt og mótar stefnur og markmið Evrópusambandsins til fleiri ára. Það gegnir viðamiklu eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu, sem er framkvæmdastjórnin, og tryggir að beinkjörnir fulltrúar íbúa aðildarríkja geti haft áhrif á mótun, aðlögun, samþykki eða þá höfnun á frumvörpum í samvinnu við ráðherraráðið. Hægrisveifla í aðsigi Útgönguspár og skoðanakannanir benda til þess að jaðarhægri flokkar eigi eftir að sækja verulega í sig veðrið og talað er um afdráttarmikil hægrisveifla sé í vændum þegar niðurstöður kosninganna liggja ljósar fyrir í kvöld. Vilborg Ása segir töluverðar líkur á því en að ólíklegt sé að þeim takist að koma sér saman um meirihlutasamstarf. „Það virðast vera töluverðar líkur á því. Í það minnsta að þessir svokölluðu öfgahægri flokkar muni sækja í sig veðrið og fái aukinn styrk í Evrópuþinginu. Nýjustu kannanir sýna nú að að líkindum muni þessir flokkar ekki fá meirihluta. Að það verði hófsamari flokkar enn þá með meirihluta í þinginu en að áhrifin verði aukin frá þessum væng stjórnmálanna,“ segir hún. Erfitt fyrir jaðarflokkanna að ná saman Útgönguspár í Hollandi og annars staðar þar sem kosningum er lokið benda til þess að hófsamari hægrimenn í þinghópi Ursulu von der Leyen, kristilegra demókrata, haldi stærstum hluta þingsætanna. Rætist spár um stóra hægrisveiflu í kvöld getur komið til þess að hún þurfi að vinna þéttar með jaðarhægri þinghópum til að tryggja sér forsetaembættið. Marine Le Pen er leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.AP/Aurelien Morissard Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur barist fyrir því að sameina jaðarhægrið á þinginu en það hefur gengið brösulega. Tillögur hennar um myndun svokallaðs „ofurþinghóps“ jaðarhægrimanna hafa ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Ólík sjónarmið hvað varðar stuðning við Úkraínu og umfang evrópskrar stjórnsýslu standa í vegi fyrir slíku bandalagi. „Ég held að það sé almennt talið að það verði mjög erfitt fyrir þessa flokka að ná saman. Það þyrfti ekki bara þessa stærstu flokka á þessum væng heldur líka minni flokka til þess að ná meirihluta og það er talið mjög ólíklegt,“ segir Vilborg. Tvísýnt um endurkjör von der Leyen Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019 en tvísýnt er um að hún nái endurkjöri. Hún er leiðtogi þinghóps kristilegra demókrata, hófsamra hægrimanna, sem er stærsti þinghópur Evrópuþingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer með framkvæmdavald sambandsins og felast störf hennar aðallega í því að semja frumvörp og setja nýja löggjöf. Í henni sitja 27 fulltrúar ásamt forsetanum, einn frá hverju aðildarríki sambandsins. Ursula von der Leyen tók við forsæti framkvæmdastjórnar fyrst kvenna árið 2019.AP/Sven Hoppe „Hún þarf að vera útnefnd af leiðtogaráðinu og það eru nú taldar ágætar líkur á að það verði en svo þarf hún meirihluta á Evrópuþinginu á bakvið sig. Það er álitið að það verði mjög erfitt fyrir hana að ná því. Ekki ómögulegt en síðast þegar hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnarinnar árið 2019 þá gerði hún það með níu atkvæðum og það er talið að það jafnvel gæti orðið mjórra á mununum núna,“ segir Vilborg. „Hinir flokkahóparnir eru með aðra frambjóðendur í embættið en það hefur enginn vakið sérstaklega athygli sem hennar andstæðingur, einhver sem myndi raunverulega velta henni úr sessi,“ bætir hún við. Kosningarnar varði Íslendinga Vilborg segir það skipta máli fyrir okkur Íslendinga hver sitji í Evrópuþinginu. Þrátt fyrir að þingið sé ekki valdamesta stofnun sambandsins afgreiði þau stór mál sem varða Íslendinga svo sem efnahags- og umhverfismál sem og varnarmál. „Við erum auðvitað hluti af evrópskum vinnumarkaði í gegnum EES-samninginn, sömuleiðis umhverfismálin, við erum þar nátengd og erum hluti af umhverfis- og loftslagsáætlunum ESB. Allt sem gerist í Brussel mun snerta okkur á einhvern hátt,“ segir Vilborg. „Þannig að það skiptir máli hverjir sitja á Evrópuþinginu.“ Fyrstu tölur birtast síðdegis í dag og í kvöld ættu línur að fara að skýrast varðandi valdahlutföll á Evrópuþinginu næstu fimm árin.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07
Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33