Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 09:25 María Kolosnikova brosir til ljósmyndara í dómsal í Minsk í ágúst 2021. Hún er 42 ára tónlistarkona sem varð leiðandi í fjöldamótmælum gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. AP/Ramil Nasibulin/BelTa Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.
Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16