Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 09:25 María Kolosnikova brosir til ljósmyndara í dómsal í Minsk í ágúst 2021. Hún er 42 ára tónlistarkona sem varð leiðandi í fjöldamótmælum gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. AP/Ramil Nasibulin/BelTa Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.
Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16