Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2024 11:00 Mynd úr safni. Getty Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest. Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.
Vinnumarkaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira