Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. júní 2024 10:00 Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun