Færeyskir atvinnurekendur segjast hafðir að spotti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 11:57 Félag færeyskra atvinnurekenda segir verkalýðsfélögin skorta samningsvilja. Getty/Maja Hitij Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Færeyjar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna.
Færeyjar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira