Russell á ráspól á sama tíma og Verstappen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2024 22:15 George Russell ræsir fremstur í kanadíska kappakstrinum. Mark Thompson/Getty Images George Russell mun ræsa fremstur þegar kanadíski kappaksturinn í Formúlu 1 hefst á morgun. Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar. Akstursíþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar.
Akstursíþróttir Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira