Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2024 11:05 Bjarki Gylfason var 36 ára þegar hann lést í mars. vísir/hulda margrét Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930 Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira