Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 12:15 Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira