Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 14:22 Samgöngustofa lítur fjölda látinna í umferðinni það sem af er ári alvarlegum augum. Vísir/Arnar Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28