800 nýjar íbúðir byggðar á Ásbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2024 20:05 Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco á Ásbrú, sem er að gera mjög spennandi hluti með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna. Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira