Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júní 2024 11:35 Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira