Siðanefnd sýknar Halldór og Vísi af kæru Arnars Þórs Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 11:35 Siðanefnd BÍ bendir Arnari Þór á að skopmynd Halldórs sé hans tjáning en ef hann telji að vegið sé að æru sinni og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómsstóla. vísir/vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs. Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kæruefni málsins er skopmynd sem birtist á vef Vísis þann 18. maí og fór grínið öfugt ofan í Arnar Þór sem þar er teiknaður upp í nasistabúningi. Hann tók sig því til og kærði Halldór og reyndar Vísi einnig til siðanefndar BÍ. Í kærunni segir að mynd Halldórs Baldurssonar brjóti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Kæranda sé stillt upp í nasistabúningi en slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Í úrskurði siðanefndarinnar segir að skopmyndin feli í sér tjáningu Halldórs og siðareglurnar setji ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna.“ Bent er á að telji Arnar Þór að tjáning Halldórs hafi vegið að æru hans og mannorði með almennum hætti, þá heyri slíkur ágreiningur undir dómstóla og lúti settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Úrskurðarorð eru einfaldlega: „Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.“ Athugasemd. Vísir er aðili máls sem annar hinna kærðu í siðanefndarmáli Arnars Þórs.
Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Grín og gaman Sýn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira