„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2024 21:48 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. „Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
„Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira