Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 15:00 Lamine Yamal lætur góðan árangur á fótboltavellinum ekki hafa áhrif á námið. Getty Images/Mateo Villalba Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira