Frederiksen víkur fyrir Bird Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 12:08 Barinn Frederiksen á horni Naustanna og Tryggvagötu víkur fyrir barnum Bird eftir tíu ára rekstur. Vísir/Samsett Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri. Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira