Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 12:12 Horft yfir Vellina í Hafnarfirði. Verkefni Carbfix mun fara fram sunnan við álverið í Straumsvík sem sést í bakgrunni ljósmyndarinnar. Vísir/Vilhelm Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fyrirhugaðir borteigar munu vera tíu talsins en þeir verða nýttir til að dæla koldíoxíð ofan í bergið. Mótmælahópur var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum til að sporna gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum en hópurinn telur nú um þúsund manns. „Við förum fram á að fyrirhugaðir borteigar fái aðra staðsetningu fjær mannabústöðum. Við teljum að fyrirhugaðir borteigar og niðurdæling koldíoxið í setlög, hafi ekki fengið nægilega mikla reynslu til að það sé ásættanlegt að bora 300- 700 metra undir mannabústaði,“ segir inn á mótmælahópnum. Mótmæla ekki verkefninu sem slíku Þó nokkrir íbúar virðast vera á móti verkefninu en einn þeirra er Ragnar Þór Reynisson, stofnandi mótmælahópsins. „Maður setur spurningarmerki við þetta. Það á að dæla niður í þúsund metra dýpi við hverfið. Skoða þarf hvort það séu einhverjir neikvæðir þættir eins og jarðskjálftar og áhrif á grunnvatnið,“ segir hann og bætir við að hann og nokkrir íbúar í Hafnarfirði hafi tekið sig saman og stofnað mótmælahópinn þegar ljóst þótti að framkvæmdirnar yrðu að veruleika. „Við vorum nokkur þarna í hverfinu sem vildum staldra við. Því þetta er á þessari stærðargráðu. Þetta er mikið og tæknilegt og flókið verkefni. Við erum kannski ekki að mótmæla aðferðinni sem slíkri en að vera svona nálægt byggð.“ Hafa áhyggjur af jarðskjálftum á svæðinu Ítrekað er á mótmælahópnum að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfur sér heldur að það fari fram í grennd við íbúðahverfi í Hafnarfirði. Meðlimir hópsins kalla eftir frekari rannsóknum og telja að það þurfi frekari reynslu til að vita hvernig áhrif jarðskjálftavirkni á svæðinu muni hafa á verkefnið. Einn meðlimur hópsins krefst þess að það verði skilyrði fyrir verkefninu að ef skjálfti finnst við niðurdælingu að þá verði niðurdæling stoppuð í viku. Tankskip muni flytja koldíoxíð til landsins Ragnar og meðlimir hópsins gagnrýna jafnframt að stækka þurfi höfnina við Straumsvík vegna verkefnisins en það er nauðsynlegt til að taka á móti stærri tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Reiknað er með að stækkunin muni kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða króna. Í hópnum er tekið fram að ljóst þyki að kostnaður við hafnarframkvæmdirnar muni leggjast á íbúa í bænum enda er stækkunin fjármögnuð af Hafnarfjarðabæ. „Hvað á síðan að gera við höfnina eftir 30 ár þegar Coda terminal lokar á þessu svæði,“ segir Ragnar. Ætla ekki að berja í potta Ragnar kallar eftir því að kosið verði um framkvæmdina meðal íbúa í Hafnarfirði og segir að skammur tími sé til stefnu því að Carbfix stefnir á að tryggja sér starfsleyfi fyrir lok ársins. „Við erum ekkert að standa upp og berja í potta. Við hefðum viljað fá að vera meiri þátttakendur í umræðunni því þetta er af þeirri stærðargráðu,“ segir hann.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44 Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. 12. ágúst 2022 11:44
Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. 22. febrúar 2023 11:02