Auglýsti hlaðvarp Miðflokksins í pontu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 23:39 Bergþór Ólason þingmaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fóru með ræðu fyrir hönd flokksins í eldhúdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi. Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira