Blása England upp í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 11:01 England tapaði gegn Íslandi í aðdraganda mótsins. Rob Newell/Getty Images Evrópumót karla í fótbolta hefst á morgun, föstudag. Þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Íslandi á uppseldum Wembley-leikvangi í aðdraganda mótsins þá eru sparkspekingar BBC, breska ríkisútvarpsins, kokhraustir. Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira