Þegar hríðinni slotar Ásta F. Flosadóttir skrifar 13. júní 2024 13:30 Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar