Förum vel með byggingarvörur Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun