„Betur borgandi ferðamenn“ enginn bjargvættur ferðaþjónustunnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 16:47 Bjarnheiður segir að umræða um að hér vanti „betur borgandi ferðamenn“ standist ekki skoðun Vísir Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil. Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39