Teknóhátíð á Radar alla helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 08:00 Dubfire spilar á lokakvöldi hátíðarinnar, sunnudag. Aðsend Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. „Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér. Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér.
Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31