„Þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2024 19:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Sigurjón Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu. Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent