Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 12:05 Hildur Björnsdóttir segir l´jost að ekkert hafi batnað í rekstri borgarinnar með nýjum borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna. Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira