Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 19:01 Íþróttafélögin selja mörg hver bjór í kringum leiki félaganna. Vísir/Vilhelm Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“
Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira