Of snemmt að kenna bikblæðingum um Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:59 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni. Vísir/Steingrímur Dúi Vegagerðin varaði við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði í dag. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. „Þetta er nýlegt og það var sandað eins og er gert. Sömuleiðis varað við þeim,“ segir G. Pétur. Rútuslys varð í Öxnadal í dag þar sem rúta, með 21 erlenda ferðamenn innanborðs, hafnaði utanvegar og valt. Allir farþegar voru fluttir til Akureyrar og nú hafa fimm verið fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Fljótlega eftir að slysið varð barst fréttastofu ábendingar um miklar malbiksblæðingar á veginum, auk þess sem umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum um að blæðingarnar væru slysagildra. Helgi Þorkell Kristjánsson rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sagðist fyrr í kvöld ekki geta tjáð sig um einstaka atriði sem varpað gætu ljósi á orsök slyssins. Það verði aðeins gert með skýrslugerð sem birtist síðar. Nefndarmaður var sendur norður til að rannsaka vettvang. G. Pétur segir einnig of snemmt að draga ályktanir. „Menn verða bara að rannsaka núna og komast að því hvað raunverulega gerðist, svo við getum lært af slysinu eins og við viljum öll gera.“ Yfir sumartímann myndast slíkar blæðingar alla jafnan á heitum dögum, með tilheyrandi biki sem losnar. „Það var varað við þessu í dag og hraðinn tekinn niður,“ segir G. Pétur og bætir við að ekki hafi verið fleira tækt í stöðunni af hálfu Vegagerðarinnar. Samgönguslys Vegagerð Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Þetta er nýlegt og það var sandað eins og er gert. Sömuleiðis varað við þeim,“ segir G. Pétur. Rútuslys varð í Öxnadal í dag þar sem rúta, með 21 erlenda ferðamenn innanborðs, hafnaði utanvegar og valt. Allir farþegar voru fluttir til Akureyrar og nú hafa fimm verið fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Fljótlega eftir að slysið varð barst fréttastofu ábendingar um miklar malbiksblæðingar á veginum, auk þess sem umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum um að blæðingarnar væru slysagildra. Helgi Þorkell Kristjánsson rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sagðist fyrr í kvöld ekki geta tjáð sig um einstaka atriði sem varpað gætu ljósi á orsök slyssins. Það verði aðeins gert með skýrslugerð sem birtist síðar. Nefndarmaður var sendur norður til að rannsaka vettvang. G. Pétur segir einnig of snemmt að draga ályktanir. „Menn verða bara að rannsaka núna og komast að því hvað raunverulega gerðist, svo við getum lært af slysinu eins og við viljum öll gera.“ Yfir sumartímann myndast slíkar blæðingar alla jafnan á heitum dögum, með tilheyrandi biki sem losnar. „Það var varað við þessu í dag og hraðinn tekinn niður,“ segir G. Pétur og bætir við að ekki hafi verið fleira tækt í stöðunni af hálfu Vegagerðarinnar.
Samgönguslys Vegagerð Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira