Birgir Þórarinsson er enn að Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. júní 2024 10:31 Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun