Katrín verður við skrúðgöngna Trooping the Colour, sem haldin er í tilefni afmælis Karls Bretakonungs. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sendi Katrín frá sér skilaboð þess efnis að krabbameinsmeðferðin gengi vel.
Hún er sögð munu taka þátt í skrúðgöngunni og veifa frá svölum Buckingham-hallar ásamt fjölskyldu sinni.
Prince Louis, Prince George, Princess Charlotte.. and the Princess of Wales arriving at Horse Guards pic.twitter.com/E0poS88Tck
— Matt Wilkinson (@MattSunRoyal) June 15, 2024
Glöggir vita að fæðingardagur Karls Bretakonungs er 14. nóvember, sem er eftir tæpt hálft ár. En vegna þess að afmælisdagur hans er um vetur er honum gefinn annar afmælisdagur yfir sumarið til að tryggja gott veður við afmælishátíð hans.
Tilgangur skrúðgöngunnar er að hylla kónginn og breska herinn. Meira en 1400 hermenn taka þátt í göngunni, auk tvö hundruð hesta. Þá leika meira en fjögur hundruð tónlistarmenn tónlist í göngunni.
Katrín klæðist glæsilegum hvítum kjól í tilefni dagsins eins og sjá má hér að neðan.
A vision in white! The Princess of Wales is dazzling as she attends Trooping the Colour - and gives a touching nod to Prince Louis with her jewellery https://t.co/D13H6UsS4X pic.twitter.com/Ptt5A25GOp
— Tatler (@Tatlermagazine) June 15, 2024