Utan vallar: Tuttugu ár frá besta EM allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:01 Bestu höfundar Hollywood hefðu ekki geta skrifað handritið að EM 2004. Richard Sellers/Getty Images Eins og öll ykkar vita þá er allt betra þegar maður er krakki. Besta kvikmynd sem þú sást, besti sjónvarpsþáttur, besti matur eða bara hvað sem er. Það er allt og ég meina allt, betra í minningunni. Það er ástæðan fyrir því að EM 2004 er og verður alltaf besta Evrópumót karla í fótbolta frá upphafi. EM 2004 hafði allt. Frábæra leikmenn, verðandi stórstjörnur, stórbrotna leiki, mögnuð mörk og hanskalausan markmann. Svo stóð Grikkland Evrópumeistari eftir að vinna heimamenn í Portúgal í úrslitum eftir að hafa einnig unnið þá í riðlinum. Er hægt að biðja um eitthvað mikið meira? Það hjálpar eflaust til að undirritaður var á 14. aldursári og í minningunni voru leikirnir allir á þannig tíma að hægt var að horfa á þá alla án þess að vera of seinn í kvöldmat eða missa af fótboltaæfingu. Sem betur fer því ekki mátti maður missa af veislunni. Wayne Rooney stimplaði sig heldur betur inn á sviðið á þessu móti sem einn magnaðasti táningur Evrópu ef ekki heimsins. Þá var ungur Portúgali að nafni Cristiano Ronaldo sem vakti gríðarlega athygli. Spagettí-lokkurinn sem einkenndi hann fyrst um sinn hjá Manchester United var horfinn á braut. Segja má að þarna hafi verið farið að mótast grunnur að því útliti sem hefur einkennt hann allar götur síðan. Cristiano Ronaldo gekk vægast sagt illa gegn Grikklandi sumarið 2004.liewig christian/Getty Images Svo voru það mörkin, maður minn. Zlatan Ibrahimović skoraði eitt af tæknilega bestu mörkum sem ég man eftir að hafa séð. Útsjónarsemin og vigtin í skotinu. Magnað. Það mark og svo mörg önnur rugluð mörk sem skoruð voru í Portúgal sumarið 2004 má sjá á vefsíðu UEFA. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Svo má ekki gleyma besta leik allra tíma þegar Tékkland lagði Holland 3-2 eftir að lenda 0-2 undir. Því miður bíður opinber aðgangur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, aðeins upp á 98 sekúndna klippu úr leiknum á Youtube. Eðlilegt væri ef leikurinn væri sýndur í heild sinni í aðdraganda allra stórmóta sem dæmi um hvernig fótboltaleikir eiga að vera. Reyndar er einnig hægt að færa rök fyrir því að leikur Englands og Portúgals í 8-liða úrslitum hafi verið besti leikur EM frá upphafi. Michael Owen skoraði stórglæsilegt mark eftir að frábært uppspil hjá Englendingum, á þeim tíma allavega. Rui Costa skoraði ekki verra mark þegar hann sólaði mann og annan áður en hann gjörsamlega lúðraði boltanum framhjá David James í marki Englands. Wayne Rooney meiddist og við það virtust vonir Englands úr sögunni en einhvern veginn komust enskir alla leið í vítaspyrnukeppni. David Beckham og Rui Costa klikkuðu en báðir skutu lengst yfir. Það var komið fram í bráðabana og Darius Vassell steig á punktinn fyrir Englendinga. Áður en hann fékk að taka spyrnuna reif Ricardo, markvörður Portúgals, sig úr hönskunum. Það hefði án efa verið eitt misheppnaðasta augnablik i sögu EM ef hann hefði ekki varið spyrnu Vassell og svo sjálfur skotið Portúgal í undanúrslitin. Ótrúleg atburðarás í alla staði. Hetjudáð Ricardo var þó í raun til einskis þar sem Portúgal tapaði fyrir Grikklandi í úrslitum en það var í annað sinn sem hið gríðarlega varnarsinnaða lið Grikklands lagði Portúgal á mótinu. Ef til vill er enn fólk þarna úti sem tuðar yfir því að Grikkland, þjóð sem hefur aldrei riðið feitum hesti á stórmóti í knattspyrnu, hafi staðið uppi sem sigurvegari en segja má að hún hafi lagt grunninn að Evrópuboltanum næstu árin. Skömmu síðar voru José Mourinho og Rafa Benitez tveir af betri stjórum Evrópu en þeir lögðu vægast sagt mikið upp úr öguðum og góðum varnarleik. Svo má segja að Ísland hafi að vissu leyti stolið uppskriftinni á EM 2016. Þó okkar ævintýri í Frakklandi gleymist aldrei þá er EM 2004 enn besta Evrópumót allra tíma. Allavega fyrir okkur fædd í kringum árið 1990. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
EM 2004 hafði allt. Frábæra leikmenn, verðandi stórstjörnur, stórbrotna leiki, mögnuð mörk og hanskalausan markmann. Svo stóð Grikkland Evrópumeistari eftir að vinna heimamenn í Portúgal í úrslitum eftir að hafa einnig unnið þá í riðlinum. Er hægt að biðja um eitthvað mikið meira? Það hjálpar eflaust til að undirritaður var á 14. aldursári og í minningunni voru leikirnir allir á þannig tíma að hægt var að horfa á þá alla án þess að vera of seinn í kvöldmat eða missa af fótboltaæfingu. Sem betur fer því ekki mátti maður missa af veislunni. Wayne Rooney stimplaði sig heldur betur inn á sviðið á þessu móti sem einn magnaðasti táningur Evrópu ef ekki heimsins. Þá var ungur Portúgali að nafni Cristiano Ronaldo sem vakti gríðarlega athygli. Spagettí-lokkurinn sem einkenndi hann fyrst um sinn hjá Manchester United var horfinn á braut. Segja má að þarna hafi verið farið að mótast grunnur að því útliti sem hefur einkennt hann allar götur síðan. Cristiano Ronaldo gekk vægast sagt illa gegn Grikklandi sumarið 2004.liewig christian/Getty Images Svo voru það mörkin, maður minn. Zlatan Ibrahimović skoraði eitt af tæknilega bestu mörkum sem ég man eftir að hafa séð. Útsjónarsemin og vigtin í skotinu. Magnað. Það mark og svo mörg önnur rugluð mörk sem skoruð voru í Portúgal sumarið 2004 má sjá á vefsíðu UEFA. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Svo má ekki gleyma besta leik allra tíma þegar Tékkland lagði Holland 3-2 eftir að lenda 0-2 undir. Því miður bíður opinber aðgangur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, aðeins upp á 98 sekúndna klippu úr leiknum á Youtube. Eðlilegt væri ef leikurinn væri sýndur í heild sinni í aðdraganda allra stórmóta sem dæmi um hvernig fótboltaleikir eiga að vera. Reyndar er einnig hægt að færa rök fyrir því að leikur Englands og Portúgals í 8-liða úrslitum hafi verið besti leikur EM frá upphafi. Michael Owen skoraði stórglæsilegt mark eftir að frábært uppspil hjá Englendingum, á þeim tíma allavega. Rui Costa skoraði ekki verra mark þegar hann sólaði mann og annan áður en hann gjörsamlega lúðraði boltanum framhjá David James í marki Englands. Wayne Rooney meiddist og við það virtust vonir Englands úr sögunni en einhvern veginn komust enskir alla leið í vítaspyrnukeppni. David Beckham og Rui Costa klikkuðu en báðir skutu lengst yfir. Það var komið fram í bráðabana og Darius Vassell steig á punktinn fyrir Englendinga. Áður en hann fékk að taka spyrnuna reif Ricardo, markvörður Portúgals, sig úr hönskunum. Það hefði án efa verið eitt misheppnaðasta augnablik i sögu EM ef hann hefði ekki varið spyrnu Vassell og svo sjálfur skotið Portúgal í undanúrslitin. Ótrúleg atburðarás í alla staði. Hetjudáð Ricardo var þó í raun til einskis þar sem Portúgal tapaði fyrir Grikklandi í úrslitum en það var í annað sinn sem hið gríðarlega varnarsinnaða lið Grikklands lagði Portúgal á mótinu. Ef til vill er enn fólk þarna úti sem tuðar yfir því að Grikkland, þjóð sem hefur aldrei riðið feitum hesti á stórmóti í knattspyrnu, hafi staðið uppi sem sigurvegari en segja má að hún hafi lagt grunninn að Evrópuboltanum næstu árin. Skömmu síðar voru José Mourinho og Rafa Benitez tveir af betri stjórum Evrópu en þeir lögðu vægast sagt mikið upp úr öguðum og góðum varnarleik. Svo má segja að Ísland hafi að vissu leyti stolið uppskriftinni á EM 2016. Þó okkar ævintýri í Frakklandi gleymist aldrei þá er EM 2004 enn besta Evrópumót allra tíma. Allavega fyrir okkur fædd í kringum árið 1990.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira