Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 10:00 Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á dag til Gasa í maí. Í samanburði óku fimm hundruð slíkir bílar til Gasa áður en stríðið hófst í október í fyrra. AP Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira