„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:29 Agla María Albertsdóttir er búin að skora sjö mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira
Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51