„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. vísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag. „Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti