„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 17:05 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira