„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 17:05 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira