„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 17:05 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira