„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:49 Baltasar Kormákur leikstjóri Snertingar er himinlifandi með viðbrögðin. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. „Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta er eins gott og maður getur vonað, þetta er alveg frábært. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast, móttökurnar hafa verið mjög góðar á Íslandi og þetta er ekki síðra,“ segir Baltasar í samtali við Vísi. Meira en tuttugu þúsund manns hafa nú séð Snertingu í bíó hér á landi og Baltasar segir viðtökur góðar. Kvikmyndagagnrýni á myndinni hafa verið birt á fjölda miðla, þar á meðal Variety og The Hollywood Reporter. Frumsýna í Bandaríkjunum í júní Í gagnrýni á vef Variety eru Baltasar leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Sunneva Ása Weisshappel leikmyndahönnuður og Kôki leikkona lofuð fyrir framlag þeirra til myndarinnar. „Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. [...]. Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfir hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir meðal annars í greininni. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur í Ameríku. Þetta verður frekar stórt release þar,“ segir Baltasar. Því næst verður hún frumsýnd í Þýskalandi og svo víðar. Mörgum hrósað „Það er líka svo gaman í þessum dómum hvað það er verið að tala fallega um samstarfsfólkið mitt og alla sem eru að vinna að þessu. Við leikmynd og búninga, tökur og klippingu. Það er mikið verið að tala um hvað myndin er fallega unnin,“ segir Baltasar, það sé ánægjulegt að heyra. Í gagnrýni Hollywood Reporter er einmitt talað um hve fallega byggð myndin er. „Víðáttumikil ástarsaga þar sem fyrirstaðan er tími sem hún gerist í, leyndardómar og afleiðingum stríðs. Þetta er fallega byggð kvikmynd sem veit hvenær á að halda aftur af tilfinningasemi og hvenær það er viðeigandi að leyfa henni að njóta sín. Kvikmyndin heldur jafnvægi tveggja söguþráða, sem eru aðskildir um hálfa öld í tíma. Aðalleikararnir fjórir leika hlutverk sín af mikill næmni.“ Kvikmyndagagnrýni á Snertingu hafa einnig verið birt á The Wrap, The Curvy Film Critic, Gazettely og víðar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira