Valur lagði Fylki 4-1 í Bestu deild kvenna um liðna helgi en vegna manneklu var enginn starfsmaður Vísis á leiknum. Það þýddi að engin viðtöl voru tekin fyrir eða eftir leik fyrir Stöð 2 Sport þar sem starfsmaður Vísis sér oftast nær um það.
Segir Pétur að þetta einskorðist við Bestu deild kvenna en betur sé haldið á spilunum þegar kemur að Bestu deild karla.
Pétur tekur þó sérstaklega fram að þetta eigi ekki við um Bestu mörkin, uppgjörsþátt Stöðvar 2 Sport um Bestu deild kvenna. Pistil Péturs má sjá í heild sinni hér að neðan.