Nýkrýndur meistari á Opna bandaríska: „Pirraður og vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 10:31 Bryson DeChambeau fagnar hér með bikarinn eftir sigur sinn á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau var maður helgarinnar í golfinu þegar hann tryggði sér sigur á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Hann fékk aftur á móti ekki góðar fréttir í kjölfarið. Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024 Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira