Hver verður fyrst/ur að maka vaselíni á markmannshanskana sína í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 09:02 Vaselín má nota í margt og mikið. Michael Regan/Getty Images Þau sem fylgdust vel með ensku úrvalsdeild karla á nýafstaðinni leiktíð sáu ef til vill André Onana, markvörð Manchester United, maka vaselíni júgurá markmannshanska sína. Hver er tilgangurinn og gæti verið að við sjáum markverði í Bestu deildum karla eða kvenna taka þetta upp í sumar? Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn