Leggst yfir rannsókn lögreglu á banaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 11:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og hennar fólk er með málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út. RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu. Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu.
Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30
Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31