Samið um kjaraskerðingu í 4 ár? Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 19. júní 2024 16:01 I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Kjaramál Stéttarfélög Landspítalinn Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Sjá meira
I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun