Byltingarvörðurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2024 08:47 Byltingarvörðurinn hefur alla tíð haft mikil tengsl við trúarlegu öflin í Íran, allt frá byltingunni 1979. Getty Kanadamenn hafa ákveðið að skilgreina íranska byltingarvörðinn, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, sem hryðjuverkasamtök. Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni. Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Stjórnaandstaðan í landinu hefur lengi þrýst á um þessar aðgerðir og einnig stórir hópar íranskra innflytjenda í Kanada. Ráðherra almannaöryggis, Dominic LeBlanc segir að með nýju skilgreiningunni verði til öflugt vopn til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en íranski byltingarvörðurinn hefur lengi verið sakaður um að koma að skipulagningu hryðjuverka og leynilegra hernaðaraðgerða í öðrum löndum. Þá létust 55 kanadískir ríkisborgarar og aðrir 30 sem höfðu þar landvistarleyfi, þegar farþegaþota var skotin niður skömmu eftir flugtak frá Teheran árið 2020 með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Byltingarvörðurinn viðurkenndi að hafa skotið vélina niður, en fyrir mistök. Ákvörðun Kanada þýðir að þúsundir íranskra embættismanna munu ekki fá að ferðast til Kanada lengur, sökum tengsla við hersveitirnar. Talið er að um 190 þúsund manns séu í íranska byltingarverðinum en sveitirnar hafa gríðarleg ítök í Íran og stjórnmálum landsins. Þá eru Quds sveitirnar, sem starfa erlendis, sagðar aðstoða vinaþjóðir Írans á margvíslegan hátt í átökum heimafyrir. Kanadamenn höfðu áður skilgreint Quds sveitirnar sem hryðjuverkasamtök en nú nær skilgreiningin til íranska byltingarvarðarins í heild sinni.
Íran Kanada Tengdar fréttir Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47 Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump-stjórnin setur íranska byltingarvörðinn á hryðjuverkalista Aldrei áður hefur Bandaríkjastjórn sett her erlends ríkis á lista yfir hryðjuverkasamtök. Bandarískir her- og leyniþjónustusérfræðingar höfðu varað við því að gera það. 8. apríl 2019 14:47
Íranar segja bandarísk og ísraelsk herskip fyrstu skotmörk í stríði Íranski byltingarvörðurinn hefur gefið út aðvörun sem beint er til Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna og gefur til kynna að herskip þessara ríkja á Persaflóa verði fyrstu skotmörkin komi til árásar á Íran. 8. júlí 2008 15:47