Hvað verður um þau? Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. júní 2024 16:00 „Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar