Donald Sutherland er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 17:33 Ferill hans náði yfir hátt í sex áratugi. AP/Arthur Mola Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall. Miðillinn Variety greinir frá þessu. Ferill Donald Sutherland spannar hátt í sex áratugi og hreppti hann meðal annars Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn. Hann er líklega þekktastur yngri kynslóðinni fyrir hlutverk sitt sem Snow forseti í kvikmyndunum um Hungurleikana. Sutherland hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Citizen X árið 1995 og var aftur tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Human Trafficking árið 2006. With a heavy heart, I tell you that my father, Donald Sutherland, has passed away. I personally think one of the most important actors in the history of film. Never daunted by a role, good, bad or ugly. He loved what he did and did what he loved, and one can never ask for more… pic.twitter.com/3EdJB03KKT— Kiefer Sutherland (@RealKiefer) June 20, 2024 Kiefer Sutherland, leikari og sonur Donald Sutherland, greindi frá andláti hans í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. „Hann elskaði það sem hann gerði og gerði það sem hann elskaði og það getur enginn beðið um meira en það. Líf sem vel var lifað,“ skrifar hann meðal annars um föður sinn. Sutherland giftist þrisvar sinnum. Hann var giftur Lois Hardwick á árunum 1959 til 1966, Shirley Douglas frá 1966 til 1970 og Francine Racette giftist hann árið 1972. Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Miðillinn Variety greinir frá þessu. Ferill Donald Sutherland spannar hátt í sex áratugi og hreppti hann meðal annars Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn. Hann er líklega þekktastur yngri kynslóðinni fyrir hlutverk sitt sem Snow forseti í kvikmyndunum um Hungurleikana. Sutherland hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Citizen X árið 1995 og var aftur tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Human Trafficking árið 2006. With a heavy heart, I tell you that my father, Donald Sutherland, has passed away. I personally think one of the most important actors in the history of film. Never daunted by a role, good, bad or ugly. He loved what he did and did what he loved, and one can never ask for more… pic.twitter.com/3EdJB03KKT— Kiefer Sutherland (@RealKiefer) June 20, 2024 Kiefer Sutherland, leikari og sonur Donald Sutherland, greindi frá andláti hans í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. „Hann elskaði það sem hann gerði og gerði það sem hann elskaði og það getur enginn beðið um meira en það. Líf sem vel var lifað,“ skrifar hann meðal annars um föður sinn. Sutherland giftist þrisvar sinnum. Hann var giftur Lois Hardwick á árunum 1959 til 1966, Shirley Douglas frá 1966 til 1970 og Francine Racette giftist hann árið 1972.
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira